Skilmálar við að leigja sendibíl eru skýrir og einfaldir hjá okkur.

  • Leigutaki verður að vera 21 árs eða eldri. Árið gildir.

  • Leigutaka ber að fara vel með sendibíl sem hann er með á leigu og ber ábyrgð á skemmdum skv. skilmálum trygginga.

  • Við útleigu þarf að framvísa ökuskírteini en ekki þarf aukin ökuréttindi (meirapróf) til að aka þeim nema það sé sérstaklega tekið fram.

  • Greitt er fyrirfram með kreditkorti leigutaka skv. verðskráEkki er heimilt að nota fyrirframgreidd kreditkort eða kreditkort á öðru nafni en leigutaka. Kreditkort verður að vera gilt í 6 mánuði frá skiladegi leigu.

  • Greitt er aukalega fyrir akstur umfram innifalinn akstur (40 kr per umfram keyrðan km).

  • Ef sendibílnum er ekki skilað á umsömdum tíma greiðist gjald fyrir næstu fjórar klukkustundir.

  • Skila þarf sendibíl á sama útleigustað og hann er leigður frá.

  • Ekki eru endurgreiddar ónotaðar klukkustundir né ónotaðir umfram kílómetrar.

  • Innifalið í hverri leigu er sjálfsábyrgðartrygging upp á 350 þúsund krónur.